Það var rafmagnað andrúmsloft og frábær stemning í fullum Norðurljósasal í Hörpunni á síðasta undankvöldinu. Gífurlega fjölbreytt og áhugaverð tónlist var í boði og var erfitt að gera upp á milli atriða. En að lokum var ljóst að salur kaus hljómsveitina Vio áfram og Kuraka hlaut atkvæði dómnefndar. Að auki ákvað dómnefnd að hleypa hljómsveitinni Bad News frá 3.undankvöldi og Conflictions frá 1.undankvöldi áfram í úrslit.
Það er því ljóst að tíu atriði munu taka þátt laugardaginn 5.apríl, kl 17 á úrslitakvöldi Músíktilrauna 2014. Þær eru í stafrófsröð:
Bad News
Captain Syrup
Conflictions
Kuraka
Lucy in Blue
Milkhouse
Ring of Gyges
Toneron
Tuttugu
Vio
Miðasala á úrslitakvöldið er á harpa.is og midi.is og fer fram 5.apríl, kl.17 í Norðurljósasal Hörpu.