Kaupa miða

Kaupa miða

Ring of Gyges og Tuttugu áfram á 3. undankvöldi

Tuttugu

Það var vægast sagt boðið upp á fjölbreyttar tónlistarstefnur í Norðurljósasal Hörpu á 3. undankvöldi Músíktilrauna. Metall, rapp, raftónlist og danstaktar fylltu salinn og fylgdust fjölmargir áhorfendur með. Kvöldið endaði svo með því að salurinn valdi rokkarana í Ring of Gyges áfram en dómnefnd kaus raftríóið Tuttugu í úrslit.

Captain Syrup og Lucy in Blue áfram á 2. undankvöldi

Lucy in Blue

Það nötruðu allir veggir Norðurljósasals Hörpu á mánudagskvöldið þegar annað undankvöld Músíktilrauna fór fram. Boðið var uppá mikið af rokki af öllum stærðum og gerðum, en ljúfir tónar einyrkja milduðu stemninguna þess á milli. Áhorfendur fengu því mikið fyrir sinn snúð og völdu að lokum hljómsveitina Captain Syrup áfram í úrslitin. Dómnefnd tilnefndi síðan Lucy in Blue áfram.

Toneron og Milkhouse áfram á 1. undankvöldi

Toneron

Þá er fyrsta undankvöldi Músíktilrauna 2014 lokið og er hægt að segja að kvöldið hafi verið einstaklega vel heppnað. Frábær aðsókn og góð stemning þátttakenda gerði kvöldið sérstaklega skemmtilegt. Að lokum fór svo að salur valdi hljómsveitina Milkhouse áfram en dómnefnd valdi tvíeykið Toneron í úrslit. Við óskum þessum aðilum innilega til hamingju um leið og við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í kvöld fyrir frábæra skemmtun.

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2014 RSS