Kaupa miða

Kaupa miða

Þriðji þáttur af Skúrnum á Rás 2

Þá hefur þriðji þáttur af Skúrnum á Rás 2 litið dagsins ljós, en þar hafa umsjónarmenn þáttarins farið yfir alla þátttakendur Músíktilrauna 2014, kynnt meðlimi og spilað tóndæmi. Svo fer að styttast verulega í að tilraunirnar hefjist, en næstkomandi sunnudag, 30.mars kl.19:30 mun fyrsta hljómsveitin stíga á stokk. Spennan er að magnast upp og við hefjum niðurtalningu.

Annar þáttur af Skúrnum á Rás 2

Þá heldur Skúrinn áfram að kynna hljómsveitir til leiks á Músíktilraunum 2014. Fyrsti þátturinn af þessu tagi var á dagskrá sl. þriðjudag, 11.mars en kynningin mun síðan halda áfram næstu þriðjudaga fram að tilraununum sjálfum. Hlustið og njótið !

Fjöldi frábærra verðlauna

Fyrir utan hljóðverstímana sem hægt er að vinna til í 1., 2. og 3.sæti, þá eru fjölmörg fyrirtæki sem styrkja tilraunirnar með frábærum vinningum og hafa gert það í mörg ár.

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2014 RSS