Þá hefur þriðji þáttur af Skúrnum á Rás 2 litið dagsins ljós, en þar hafa umsjónarmenn þáttarins farið yfir alla þátttakendur Músíktilrauna 2014, kynnt meðlimi og spilað tóndæmi. Svo fer að styttast verulega í að tilraunirnar hefjist, en næstkomandi sunnudag, 30.mars kl.19:30 mun fyrsta hljómsveitin stíga á stokk. Spennan er að magnast upp og við hefjum niðurtalningu.