Kaupa miða

Kaupa miða

Kynnið ykkur hljómsveitirnar og tónlistina þeirra!

Nú er hægt að kynna sér allar þær hljómsveitir og tónlistarfólk sem tekur þátt í tilraununum í ár og hlusta á tóndæmin þeirra. Einnig er hægt að sjá hvenær á undankvöldunum þær spila.

Athugið að skiptingin á undankvöldin er birt með fyrirvara um breytingar. Auk þess eru sveitirnar settar í stafrófsröð, en endanleg dagskrá verður birt síðar.

Kynning á þátttakendum í Skúrnum á Rás 2

Í þættinum Skúrnum, sem er á dagskrá Rásar 2 á þriðjudagskvöldum kl 21:00, verða allar hljómsveitir sem taka munu þátt í Músíktilraunum 2014, kynntar til sögunnar og tónlist þeirra einnig spiluð. Fyrsti þátturinn af þessu tagi var á dagskrá sl. þriðjudag, 11.mars en kynningin mun síðan halda áfram næstu þriðjudaga fram að tilraununum sjálfum. Þetta er frábært tækifæri til það kynna sér það allra nýjasta í íslenskri tónlistarflóru.

Frábær verðlaun í boði

Vissir þú að í verðlaun fyrir 1., 2. og 3.sæti eru 20 tímar með hljóðmanni í frábærum hljóðverum. Það eru Sundlaugin, Stúdíó Paradís og Aldingarðurinn, sem hvert um sig skartar afbragðsaðstöðu til tónlistarsköpunar og upptöku.
Skráning í Músíktilraunir er nú á fullu og hvetjum við allt tónlistarfólk til þess að taka þátt eða koma og fylgjast með grasrótinni í Hörpu, dagana 30.mars til 5.apríl. 
Miðasala er á harpa.is og midi.is.

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2014 RSS